Astrópía
Frumsýningin á ævintýra/gamanmyndinni Astrópíu er í kvöld og er mikið húllum hæ í kringum það. Ég var þarna í statistahlutverki sem fangi og gæti þessvegna handleggur eða jafnvel fótleggur sést á hvíta tjaldinu sem tilheyrir mér. Ég hefði alveg verið til að sjá hana í kvöld en ég fékk ekki neinn boðsmiða (ætli hinir aukaleikararnir hafi fengið sendann boðsmiða? Pottþétt)
En þá er bara að kaupa sér eitt stykki miða, ætli hann kosti ekki 15 þúsund krónur fyrst að hún er íslensk, og reyna að sjá hvort manni bregði ekki fyrir þarna einhversstaðar á bakvið. Ciao bella
5 Comments:
Var bent á þessa mynd, þarna sést ég greinilega lengst til hægri!! Jeiiiiij
ég fékk ekki boðsmiða, át gerviköku og allt, fremur svekkt.
Það er nú fyrir neðan allar hellur!! Það á enginn að þurfa að borða ALLT...
já það var alveg svakalegt,
er komin í át frí.
Skil það vel.
Skrifa ummæli
<< Home