Dó tvisvar í dag
Í dag er ég búinn að deyja tvisvar. Fyrst kafnaði ég á papriku og svo fékk ég hjartaáfall á meðan ég beið eftir strætó. Ég var að leika í stuttmynd. En annars er ég soldið hissa yfir þessu Randvers máli, hann bara rekinn og enginn úr hópnum stendur með honum? Eitthvað fiskilegt við þetta. Enginn Bogi og Örvar framar? Ég legg til að við stofnum stuðningshóp Randvers, hittumst einu sinni í mánuði, klæðum okkur upp í kjól og drekkum eins og rónar. Heil Randver!!!
3 Comments:
Skráðu mig með!
Það er nú bara venjulegt fimmtudagskvöld hjá mér...:S En ég er með samt sem áður!
Tókst þig sérstaklega vel út af deyjandi manni að vera, það verð ég að viðurkenna. ;)
Skrifa ummæli
<< Home