mánudagur, október 01, 2007

Allt að gerast!!

Jæja það er búið að vera nóg að gera hjá pörupiltinum undanfarið. Sýningin Heimsendir fór af stað og byrjaði í Sjallanum og gekk það bara vel, frekar steikt sýning og þá sérstaklega endirinn þar sem við dönsum og túlkum heimsendi. Held samt að Úlfar sé skotinn í mér því hann kyssti mig á meðan ég var sofandi en við skulum ekkert fara nánar út í það. Svo hitaði ég upp fyrir Pablo Francisco í Háskólabíó, það var skemmtileg reynsla, held að það hafi bara gengið ágætlega. Ég sofnaði reyndar baksviðs og hann kyssti mig á meðan ég var sofandi, veit ekki hvað er málið með þessa kossa. En skiptir ekki, haldið um rassgatið á ykkur og hafið það gott.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home