miðvikudagur, október 10, 2007

Eru þessir tvíburar skyldir?

Jæja í fyrrakvöld eignaðist Ívar bróðir minn tvíbura, tvo stráka sem sverja sig svo sannarlega í ættina, svo myndarlegir eru þeir ;)

Ég er búinn að finna mér herbergi til að leigja á Hringbraut, allir að deyja þar, þannig að það er nóg af lausu plássi. Þetta er lítið stúdíókvikindi, þannig að maður er með allt sér.

Á mánudaginn var ég vakinn klukkan 9 um morguninn. Það var Menntaskólinn í Kópavogi. Ég átti að vera kominn upp á svið að skemmta, heill skóli var að bíða eftir mér. Fyrsta skiptið sem ég heyrði um þessa skemmtun, það gleymdist víst að láta mig vita.
Ég hljóp út í kvíðakasti og ætlaði að fara að keyra af stað, en nei.... AUÐVITAÐ FÓR BÍLLINN EKKI Í GANG!! Ég hringdi í paniki í stúlkuna sem vakti mig svo fallega og sagðist vera bíllaus, ekki vandamál og bíll var sendur af stað til að ná í mig.
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn myglaður, stressaður og utan við mig eins og þennan mánudagsmorgun. Ég mundi nú flest af prógramminu mínu en framsetningin var ekki sú besta. Salurinn var troðfullur og greinilega góð mæting, ég hugsaði með mér
" er ég svona vinsæll?" en svo var alls ekki málið, eftir uppistandið fengu allir nefnilega stimpill um að þeir hefðu mætt, semsagt skyldumæting!! Jeiij ég er vinsæll.

Svo á ég andlega bilaðan kött.

Meira er það ekki að þessu sinni, njótið líkama ykkar til fullnustu!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home