miðvikudagur, október 10, 2007

"Fokk Jú" puttinn

Þegar ég var lítill drengur átti ég það til að slasa mig, enda alltaf eitthvað vesen á mér. Ég hælbrotnaði, handleggsbrotnaði og brákaði hitt og þetta. Eitt sinn var ég að leika mér í hálfkláruðum kofa sem einhverjir eldri krakkar voru að smíða og var að klifra þarna út um allt. Einhvern veginn náði ég að detta niður um gat á þakinu og festa puttann minn á nagla, sem hélt mér uppi, þannig að ég hékk bara á puttanum.
Ívar bróðir minn kom mér til hjálpar eftir að hafa heyrt í mér öskra og grenja. Ég mundi nú aldrei vel eftir þessum atburði, minnti alltaf að puttinn hefði litið út eins og banani í bananhýði sem væri búið að fletta aðeins niður, en í gær var móðir mín að segja mér frá því að puttinn hafi hangið á bláþræði og að læknarnir hafi talið miklar líkur á að taka þyrfti puttann af. Þeir voru mjög hissa þegar að það kom líf í hann. Semsagt kraftaverkaputti. Við það að heyra þetta fékk ég sting í puttann sem aldrei neitt hefur amað að og hef ekki losnað við þennan sting síðan.
Þessi umræddi putti er langatöng eða "FokkJú" puttinn svokallaði. Þannig að í hvert sinn sem þið fáið "FokkJú" merki frá mér, þá er það kraftaverk.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég fékk verk í puttann bara að lesa þetta...ójjjj...

10:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

:/:/ ái..
en já, afsökun til að nota hann extra mikið.

5:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home