mánudagur, desember 31, 2007

Árið í hnotskurn

Árið 2007 var ansi gott ár fyrir mig, starfsferilslega séð. Í byrjun ársins var ég með þátt á Rás 2 sem hét Tímaflakk. Margir hötuðu hann, sumir elskuðu hann, en flestir vissu ekkert um hann. Hann hætti. Svo í mars vann ég keppnina "Fyndnasti maður íslands" og eftir það fór boltinn að rúlla í uppistandinu og var ansi mikið að gera það sem eftir var af árinu í þeim málum. Í febrúar frumsýndi pabbi gamli sýninguna sína "Laddi 6-tugur" og áttu þetta einungis að vera 4 sýningar. Sú varð ekki raunin og um daginn var sýning nr 81, og þetta er ekkert á leiðinni að fara að hætta. Ég og Eyvindur erum svo búnir að plana mikið á þessu ári og gera ýmis framtíðarplön, skemmtum til að mynda í fyrsta sinn saman sem tvíeyki, það gekk vonum framar og á árinu 2008 ætlum við að vera stórhuga í skapandi verkefnum.
Ég hitaði upp fyrir hinn heimsfræga uppistandara Pablo fransisco í háskólabíó, og var það virkilega skemmtileg reynsla. Ég fékk að vera með í afar skemmtilegri en skammlífri uppistandssýningu ásamt Þorsteini Guðmundssyni og Úlfari Linnet, mikill heiður að fá að skemmta með þessum herramönnum og þá sérstaklega honum Þorsteini, alltaf verið mikill aðdáandi hans. Svo skemmti ég einu sinni í fimmtugsafmæli þar sem ég móðgaði alla. Þetta gengur víst ekki alltaf upp, en maður lærir af öllu. Sérstaklega var ég ánægður með viðbrögð mín þegar konan sem réð mig hringdi í mig og jós yfir mig þvílíkum svívirðingum og skammaryrðum, held að ég hafi aldrei lent í dónalegri framkomu á ævi minni. En ég hélt ró minni og talaði við hana á kurteisum nótum og missti aldrei stjórn á skapi mínu. Var ánægður með mig þar. Þótt mér hafi að sjálfsögðu liðið illa eftir þetta símtal þá komst ég að dálitlu um sjálfann mig sem gladdi mig. Ég var þroskaðari en 40 ára gömul kona, nanananananana.

Ég flutti tvisvar á þessu ári. Fyrst til Grafarvogs með brósa og Gulla vini mínum og svo flutti ég einn í hitakompu á Hringbraut í Vesturbænum þar sem ég næ Rúv með herkjum og netsamband er ekkert. Ég er oft í heimsókn hjá mömmu þessa dagana. Þar er netsamband og margar sjónvarpsstöðvar, sannkallað lúxuslíf.


Svona var árið 2007 hjá mér. Ásamt hræðilegum hlutum sem ég mun aldrei tjá mig um. Eina sem ég get sagt er að ég mun aldrei fara til Finnlands eftir þetta. Hvað sem svo það þýðir.

föstudagur, desember 14, 2007

Ný tölva!!

Ég var að fá mér forljóta (eða var forláta?) nýja fartölvu sem nefnist macbook. Ég verð bara að segja það að ég er slefandi þessa dagana. Það er allt í henni, meira segja pus.

fimmtudagur, desember 06, 2007

Hraun

Langar bara að óska vinum mínum í hljómsveitinni Hraun til hamingju með árangurinn en þeir eru að keppa í The Next Big Thing á BBC og eru núna meðal fimm efstu. Frábær árangur og ég hef fulla trú á því að þeir vinni þetta bara.

Langar líka að óska Eyvindi næstum til hamingju en bókin hans Ósagt var tilnefnd sem besta bókarkápan og rétt tapaði hann fyrir bókinni BÍBÍ (sem er by the way ógeðsleg kápa)

Þá er búið að hrósa öllum.

Síðar.....

miðvikudagur, desember 05, 2007

Óli Geir sýndi mér ljósið

Og þessvegna þori ég að koma með þessa tilkynningu:

Vildi bara láta heiminn vita að ég elska Eyvind Karlsson útaf lífinu. Ég sé svo mikið eftir öllu bullinu sem ég hef gert honum á meðan hann svaf. Ég vildi að hann gæti gefið mér einn séns í viðbót þó svo ég eigi hann ekki skilið. Hann á svo mikinn pening inni hjá mér og ég mun gera ALLT (og þá meina ég ALLt..wrarrr) til þess að reyna fá mitt síðasta tækifæri. Ég virkilega elska hann útaf lífinu, ég geri það, stundum fattar maður það ekki fyrr en maður hefur misst vitið.
Hann er yndið mitt, hjartað mitt, elskan mín og ástin mín og ég vona að hann gefi mér einn lokaséns til að sanna mig virkilega =(

p.s fer þetta nálgunarbann ekki að renna út?

þriðjudagur, desember 04, 2007

Báðar seríurnar

Var í þessu að sjá sjónvarpsauglýsingu og þar er það greinilega auglýst að um báðar seríurnar sé að ræða. Hafa greinilega gert mistök inn á www.sena.is þar sem stóð að um fyrstu seríu væri að ræða, allavega er ég feginn fyrir hönd Auðunns Blöndals að Sena hafi ekki gert þessi myndamistök heldur einungis auglýsinga mistök í byrjun og þau séu núna leiðrétt. Vona að ég sé ekki óprúttinn að vera enn að skrifa um þetta.
Allir að kaupa diskinn ;)