sunnudagur, mars 09, 2008

Logi í beinni

Var að horfa á þáttinn þar sem pabbi var eini gesturinn. Fannst hann bara fínn, soldið asnalegt að sjá sjálfan sig svona eðlilegan í tv, þar að segja ekki að fíflast eitthvað upp á sviði. Ég er sammála því sem Steinn Ármann sagði einu sinni við mig, hárið á mér er hugmyndasnautt. Svo kom það út eins og að mér fyndist pabbi æðislega pirraður náungi hehe, sem hann er ekki, það var klippt út það sem ég sagði á undan til að útskýra afhverju ég sagði það sem ég sagði. Bara svo það sé á hreinu þá er pabbi ekki eitthvað pirrað fúlmenni heldur einstakt ljúfmenni eins og flestir lýstu honum þarna. Sérstaklega fannst mér gaman að hlusta á Hjört Howser tala um kallinn, já og einnig Júlíus Brjánsson. Báðir eiga þeir auðvelt með að komast vel að orði. Ljótu Hálfvitarnir og Buff tóku lög eftir pabba og það var skemmtilegt að sjá. Þannig að niðurstaðan er: Flottur þáttur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home