"Þú ert bara lygari"
Á sunnudaginn var ég að skemmta í Borgarnesi á þrettándabrennu björgunarsveitarinnar Brákar. Það gekk bara ágætlega, var að frumflytja nýtt efni og fjöldi manns voru þarna, jafnt ungir sem aldnir. Eftir smá tíma á sviðinu sé ég ungan strák, svona 5 ára gutta, koma askvaðandi að mér, þetta var kannski ekki löng vegalengd en þó smáspölur fyrir hann, en hann lét það ekki aftra sér, hann var kominn til að segja mér til syndanna. Hann arkaði upp að sviðinu, horfði á mig og benti á mig með ásökunarputta sínum og kallaði "ÞÚ ERT BARA LYGARI!!" svo sprakk hann úr hlátri. Þetta var fyndnasti krakki íslands 2008.
Svo var meira að segja Tímaflakksaðdáandi þarna, heyrði bara öskrað úr fjöldanum "Hörgulsrán!!" og ég hugsaði með mér
"neeee, ég var ekki að heyra þetta" en jú eftir skemmtunina kom til mín stúlka sem sagðist vera aðdáandi Tímflakks og vildi fleiri þætti en það besta við þetta, hún hét Rakel
(ath þið þurfið að hafa fylgst með Tímaflakki til að skilja hvað ég er að tala um með Hörgulsráni og Rakel)
En munið að taka rafmagnstæki með ykkur í bað, góðar stundir.
Svo var meira að segja Tímaflakksaðdáandi þarna, heyrði bara öskrað úr fjöldanum "Hörgulsrán!!" og ég hugsaði með mér
"neeee, ég var ekki að heyra þetta" en jú eftir skemmtunina kom til mín stúlka sem sagðist vera aðdáandi Tímflakks og vildi fleiri þætti en það besta við þetta, hún hét Rakel
(ath þið þurfið að hafa fylgst með Tímaflakki til að skilja hvað ég er að tala um með Hörgulsráni og Rakel)
En munið að taka rafmagnstæki með ykkur í bað, góðar stundir.
6 Comments:
litli minn !
Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtunina á fylleríinu í des.....
þá var nú gaman !!!
(Hjartar) Auður
Asni skrautlegt, en gaman ;)
Syngdu með mér; Árið í ár er Hörgulsrán!
Gleðilegan 2008!
Hörgulsrán!!!!
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.
Vá Þórhallur, þú átt þér leynilegan aðdáanda sem líkar við færslur á tungumálum sem hann/hún skilur ekki. Til hamingju. Bara að við gætum öll náð svona langt.
Skrifa ummæli
<< Home