miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Tekinn á DVD



Núna er verið að gefa út á DVD fyrstu seríuna af Tekinn með Auðunni Blöndal. Ekkert nema gott um það að segja. En það sem ég skil ekki er myndin sem hann notar framan á hulstrið (eða Sena notar) Þetta er nefnilega mynd sem hann notaði til að auglýsa seríu númer 2 (held ég alveg örugglega), hann er meira að segja með tvo putta upp í loftið til að leggja áheyrslu á það. Er þetta ekki pínu skrýtið, þar sem sería tvö er enn í gangi. Pínu klúður.

24 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er klúðurslegt.

1:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sælt veri fólkið. Þetta eru ekki mistök eldur sölutrikk :) Þeir nota nýja lúkkið til að villa um fyrir fólki, svo það gæti haldið að það væri að kaupa Tekinn 2.

1:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gæti þetta ekki verið hið alræmda "peace" tákn hjá honum bara?

1:56 e.h.  
Blogger Sturla said...

Þú snýrð lófanum út þegar þú gerir Peace táknið (sama og V for victory).

Hann gæti hins vegar verið að gera þetta :D
http://en.wikipedia.org/wiki/V_sign#The_V_sign_as_an_insult

2:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þú átt þér ekki líf ;)

2:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta tákn þýðir sama og miðju puttin í Bretlandi, peace er þegar lófinn snýr út.

2:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er líka séria 2 held ég...

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

held þetta séu bæði sería eitt og tvö

3:48 e.h.  
Blogger þórhallur said...

Ok en er serían ekki enn í gangi?

4:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

tsss þetta þíðir <3 hjarta!

4:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það stendur að þetta sé bara fyrsta sería inn á sena.is

1:25 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

jú þetta er notað í bretlandi sem fuck off eða piss off.

9:45 f.h.  
Blogger þórhallur said...

Bretar sýna þessa tvo putta einmitt til að vísa í það að þessir puttar voru skornir af bogamönnum óvinanna í einhverju stríði fyrir langa löngu. Og sýna að þeir voru enn með sína. Eða eitthvað sjóleiðis.

4:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

peace merkið snýr svona. ef lófinn snýr út þá ertu að lýsa yfir að þú sért samkynhneigður..!

9:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi mynd var notuð í allar auglýsingar fyrir tekinn nr. 2! ef eitnhverjir af þessu fólki sem er að kommenta hér myndi lesa blöðin eða auglýsingar ekki á netinu myndu þeir sjá að þetta er myndin fyrir tekinn 2.... MISTÖK ég var búin að hlægja af þessu fyrir löngu síðan....þegar þetta kom út sá ég þetta strax....

4:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Maðurinn hér að ofan er heldur betur með typpið upp í loftið, nú eða snípinn ef það er kona. Þarna má finna best of af seríu 1 og 2.

1:58 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var í hundrað ára stríðinu milli Frakka og Englendinga sem stóð frá 1337 -1453 (mjög léleg stærðfræði hlýtur að hafa valdið nafngiftinni) sem þetta merki varð til, einmitt vegna þess siðar Frakka að skera þessa tvo fingur af bogaskyttum Englendinga. Þegar enski herinn gerði svo áhlaup á Frakka veifuðu þeir þessum fingrum að þeim til að sýna að þeir væru enn með þá.

Og þetta snýr svona! Hitt er gamla hippamerkið, sem táknar reyndar ekki frið, heldur sigur (þetta er V - fyrir Victory).

Mér þætti gaman að sjá þá sem halda að þetta sé friðarmerki reyna að vera kumpánlegur við Breta. Gæti endað með glóðarauga og blóðnösum.

Ég varð reyndar steinhissa þegar ég sá þessa færslu, því ég hélt einmitt að þetta væri sería tvö, hafandi séð þessa mynd í öllum auglýsingum um hana. Datt meira að segja í hug að kaupa þetta til að eiga atriðið með karli föður þínum, sem er eitt það fyndnasta sem ég hef séð. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er orðið „auglýsingafals“.

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er flipp merki það eru allir í 7.bekk að gera þetta þegar þau taka myndir af hvoru öðru segir sonur minn sem er í 7.bekk ég veit hvað ég syng

3:58 e.h.  
Blogger þórhallur said...

"Hér er fyrsta serían komin á einum disk og er því hægt að rifja upp alla þessa klassísku hrekki."

Þetta er auglýsingin fyrir þennan disk inn á www.sena.is.

5:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh, Þórhallur, þú ert svo óprúttinn...

12:49 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert klúður eða neitt hann sagði sjálfur hann auddi að þetta væri það besta úr seríu 1 og 2 það besta sem er komið úr seríu 2 hugsa og fylgjast með áður enn maður framkvæmir..

6:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Og hvað, er Sena þá bara að ljúga því að þetta sé sería 1? Af því að það væri svo miklu söluvænlegra...

Líka kannski hugsa áður en maður kommentar?

8:58 e.h.  
Blogger þórhallur said...

Var að sjá sjónvarpsauglýsingu og þar er greinilega auglýst að þetta séu BÁÐAR seríurnar 1 og 2.
Mikið er ég feginn að þeir gerðu ekki svona fáránleg mistök, en í auglýsingunni sem ég las á www.sena.is stóð að um aðeins 1.seríu væri að ræða.
En ég bið Auðunn Blöndal afsökunar fyrir að vera svona "óprúttinn" að hafa bent á þetta, hann á samt að skamma senu fyrir villandi auglýsingu

10:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

peace merkið er þannig að lófinn snýr út ekki inn döööööööööööööööööö!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

10:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home