föstudagur, nóvember 30, 2007

Óprúttinn aðili

"...hins vegar er það útlitið á disknum sem vakið hefur hvað mestu athyglina núna en ÓPRÚTTNIR AÐILAR hafa þóst greina að myndin á forsíðunni hafi verið tekin fyrir þáttaröð númer tvö og að grínistinn sé með tvo putta á lofti því til staðfestingar"

Þetta er hluti af texta úr frétt sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er ég sagður vera "óprúttinn aðili" bara vegna þess að ég benti á þetta, ég er reyndar ekkert nafngreindur en fyrst að það kom tengill á b2.is og margir hafa séð þetta þá hlýt ég að halda að það sé verið að vísa í mitt blogg. Allavega hló ég dátt, óprúttinn hvað?
"Hvernig gat hann bent á þetta, hvernig er hægt að vera svona óprúttinn?"
Hvað finnst ykkur? Er ég óprúttinn?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var einmitt að reyna að ná í þig til að hlæja að þessu með þér.

Mig grunar að þessi maður sé annað hvort æðislega hörundssár vinur Auðuns, eða þá að hann viti ekki hvað „óprúttinn“ þýðir... Eða bæði!

10:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þú þvert á móti vera mjög prúttinn. Eiginlega alger freskja.

12:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home