þriðjudagur, október 30, 2007

Raufarhafnarferðin mikla

"Hvernig getur fólk bloggað um allt? Ætli við getum bloggað um þessa ferð?"
Svona var samtalið mitt og Jóns Haukdals þegar við vorum á leiðinni til Raufarhafnar að skemmta fólkinu þar. Við byrjuðum á að fljúga til Akureyri-city þar sem beið okkar bílaleigubíll. "Ratar þú?" spurði ég Jón. "Já, já ég skoðaði kort áður en ég lagði af stað" svaraði þessi viðkunnalegi en jafnframt fjölþreifni einstaklingur
(það var ekkert annað að gera í bílnum en að þreifa aðeins á hvor öðrum)

Raufarhöfn er ekki stór staður og það er ekki létt að rata þangað, sérstaklega þegar þú ert borderline þroskaheftur eins og við Haukdal. Eftir langa keyrslu og endalaust af "di da ra du du rar rara du du" söngli í okkur (náðum engum útvarpsstöðvum) og fullt af malbikslausum vegum þá vorum við komnir á Vopnafjörð. Við fórum inn á bensínstöðina þar og spurðum spurningu sem þau hafa aldrei heyrt áður "Hvar er Raufarhöfn?" Með forundran þá benti fólkið okkur á að Raufarhöfn væri í einn og hálfan klukkutíma í þá átt sem við vorum að koma úr. Semsagt við keyrðum einn og hálfan klukkutíma of langt og það var tæpur klukkutími í skemmtunina. Við gátum líka loksins hringt í tengiliðinn á Raufarhöfn þar sem við vorum í fyrsta sinn í símasambandi. "Uhhh við erum á Vopnafirði og vitum ekki hvort við náum að komast á réttum tíma" sögðum við með skömmustulegum tón, tengiliðurinn var ekki ánægður.
Við keyrðum á (Ó)löglegum hraða eftir malbikslausum vegum og sungum meira "du ra didi dada ra di rara) en að lokum fundum við Raufarhöfn og það 5 mín áður en skemmtunin átti að hefjast. Það fyrsta sem við sáum var heill haugur af ungum krökkum,ekki gott mál þar sem óheflað málfar er hluti af skemmtun okkar beggja. Við brugðum þá á það ráð að biðja krakkana að halda fyrir eyrun sín í hvert sinn sem við réttum upp hendina áður en við sögðum eitthvað fullorðins. Krakkarnir tóku vel í þetta og fannst þetta bara vera skemmtilegur leikur, sumir áttu þó erfiðara að finna eyrun en aðrir en þetta hafðist þó. Bæði ég og Jón Haukdal vorum með brandara um Guðmund í Byrginu en það kom í ljós eftir skemmtunina að kvikindið er víst frá Raufarhöfn....ÚPS!!

Um kvöldið fengum við að smakka kengúrukjöt og svartfugl og vil ég þakka hóteleigundum staðarins fyrir frábærar móttökur og almennilegheit, virkilega fínn staður.


Þannig að, já það er hægt að blogga um þessa ferð Jón. Heldur betur!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vopnafjörður... híhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhíhí.

Ingvar Valg.

11:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð heimskastir í heimi.

Þess vegna elska ég ykkur báða.

Skamm samt fyrir að hringja ekki í mig STRAX og segja mér þessa bestu sögu síðan slátrið var fundið upp!

12:31 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei common...hvaða leið fóruði eiginlega....í gegnum Raufahöfn kannski til að komast á Vopnafjörð???? Ég vil betri útskýringu á þessu!

7:18 e.h.  
Blogger þórhallur said...

Keyrðum framhjá Raufarhöfn hehe

3:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég var þarna, nokkuð gott atriði hjá ykkur báðum.
En Erla, það gæti verið að þeir hafi farið Öxafjarðarheiðina og þannig framhjá Raufarhöfn. Samt sem áður finnst mér það mikið afrek að villast á Vopnafjörð í stað Raufarhafna xD

2:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home