föstudagur, febrúar 29, 2008

Þetta er fyrir CSI: MIami aðdáendur

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Lúxemborg

Núna er maður að fara til Lúxemborgar á laugardaginn. Farinn að hlakka til bara, hélt að ég væri búinn að týna vegabréfinu en það fannst eftir víðamikla leit. Vil þakka björgunarsbveitinni Ámundi fyrir að hjálpa mér að leita, hefði getað þetta án þeirra en félagsskapurinn var fínn. Það styttist alltaf í kvöldið góða svo, fór á fund með tveimur strákum í dag í sambandi við að taka þetta upp, það er vonandi að það gangi upp. En hafið það gott og munið að sokkabuxur fara á leggina, ekki höfuðið!

mánudagur, febrúar 25, 2008

Þursaflokkurinn

Ég fór á tónleikana með Þursaflokknum núna á laugardaginn í laugardagshöllinni og það er bara hægt að segja eitt....VÁ!!!
Mæli með að allir kaupi sér dvd diskinn ef það kemur svoleiðis út, allavega var þetta tekið upp. Þetta var magnað.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Úþynnt gen af nóbelskáldi!!

Þessi ummæli Bubba um Dóra DNA finnst mér alveg svakalega dónaleg og barnaleg. Þannig er mál með vexti að Dóri birti dóm um þáttinn "Bandið hans Bubba" þar sem hann segir að þátturinn snúist meira um útlit en innihald, ég hef ekki séð þáttinn þannig að ég get ekki kommentað á það en að Bubbi geti ekki tekið smá gagnrýni eftir öll þessi ár í bransanum finnst mér mjög skrýtið og mér finnst að hann ætti að biðja Dóra afsökunar. Enda er verið að vega að útþynntum genum hér.

En talandi um útþynnt gen þá er ég bara í góðu skapi þessa dagana, það er komin dagsetning á stóra uppistandskvöldið mitt á NASA en það er 13. mars. Þetta verður geggjað kvöld. Nánar um það síðar.

Megi þið naga furðulega hluti....ciao!!

föstudagur, febrúar 08, 2008

Kominn down-town

Jæja þá er maður fluttur alveg niðrí geðveikina, í Lækjargötuna til að vera nákvæmari. Þannig að það verður ekki langt að fara á barina og svo ekki sé minnst á að sleppa öllum leigubílakostnaði (hann var svo mikill, ég bjó nefnilega á Hringbraut í vesturbænum)

En það fylgir bögull skammrifi...ÉG BÝ FYRIR OFAN GAY-STAÐ!!! AHHHHHHHHHH!!!! En það er allt í lagi því að þeir eru allir svo miklar dúllur. Þannig að það er bara latexgallinn allar helgar, og suma virka daga ef maður er í stuði og Páll Óskar í botni, ekki mínum botni samt.


Adios amigos

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bloggedíblogg

Maður er alveg hættur að nenna að blogga. Hvað er málið???